Nám og kennsla

Grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá grunnskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Meginmarkmið stefnunnar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.
Norðlingaskóli
Í skólanum er áhersla lögð á hæfnimiðað nám samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla þar sem nemendur vinna skólaverkefni ýmist sjálfstætt, með nemendum í sínum árgangi eða í aldursblönduðum hópum. Kennsluaðferðir og vinnubrögð taka tillit til aldurs, þroska og getu nemenda.
Stuðlað er að einstaklingsmiðun þar sem reynt er að virkja þátttöku nemenda til að hafa áhrif á nám sitt með því að hafa hæfniviðmið sem unnið er að hverju sinni skýr ásamt viðmiðum um árangur þannig að nemandi viti hvert skuli stefna í náminu.
Í skólastarfinu er lögð áhersla á fjölbreytni í vinnubrögðum og kennsluaðferðum og að nemendur hafi val um fjölbreyttir leiðir til að sýna hæfni sína.
Kennsluáætlanir
- Skoða kennsluáætlanir (er í vinnslu)
-
Skólanámsskrá
Starfsáætlun og upplýsingar á heimasíðu skólans mynda skólanámskrá Norðlingaskóla.