Fréttir úr starfi Norðlingaskóla
Mikið var um að vera í skólastarfinu í Norðlingaskóla og m.a. var þetta gert:
1. og 2. bekkur bjó til heilan hval í smiðju sem hangir á gangi. 25 metra steypireyður.
1. bekkur teiknaði búningana sem þau voru í á Hrekkjavöku á Minionkalla.
2. bekkur lærði um form og liti, kynntust listaverkum eftir Kandinsky í myndlist og 3. og 4. bekkur lærði um vatnafugla í smiðju þar sem hver og einn dregur einn fugl og dregur upp aðalatriði og rannsakar liti fuglsins í gegnum vinnu sína. Þau leita síðan að helstu upplýsingum um fuglinn og skrá.
Í sömu smiðju fóru nemendur í heimsókn í Perluna á sýninguna Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni og ferð í Norræna húsið
Skemmtilegt bátaverkefni var í gangi hjá 3. bekk eins og sjá má á myndum
Skrekkur var haldinn og unglingarnir okkar stóðu sig með prýði.
Dýrin í hálsaskógi var sýndur hjá 7. bekk og stóðu þau sig einstaklega vel.
Upplestur var hjá Bjarna Fritz um Orra óstöðvandi og jólatré sótt hjá 1. – 10. bekk.
10. bekkur bjó til hluti úr Gíslasögu, sem eru notaðir áfram í lokaverkefni um Gísla sögu Súrssonar í íslensku. Þau hafa einnig teiknað "sína útgáfu af persónum" úr Gíslasögu sem voru síðan skornar og prentaðar með Lazerskera úr krossviðarplötu. Lazerpersónurnar voru svo nýtar í sögutré samhliða lestri bókarinnar.
Fleiri myndir má sjá á Facebooksíðu Norðlingaskóla