Skólinn

Teikning af tré að vori.

Norðlingaskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. 

Skólinn tók til starfa í ágúst 2005 og liggur á milli Rauðavatns og Elliðavatns. 

Starfs- og kennsluhættir Norðlingaskóla byggja á hugmyndum um skóla án aðgreiningar og áherslum menntastefnu Reykjavíkur þar sem lögð er áhersla á samkennslu, einstaklingsmiðun og teymisvinnu starfsfólks.

Skólastarfið

Starfsáætlun

Í starfsáætlun er að finna sýn og stefnu skólastarfsins sem og helstu áherslur í starfinu á komandi skólaári.

Skólaviðmið

Norðlingaskóli er vinnustaður nemenda og starfsmanna og myndar með foreldrum heilstætt skólasamfélag. Í skólanum er leitast við að öllum líði vel og að farið sé eftir þeim grunnviðmiðum sem gilda á flestum heimilum. Þannig styrkjum við það umhverfi sem okkur líður vel í og hvetur til vinnusemi. 

Í lögum um grunnskóla segir: 

„Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla í öllu því er skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisvenjum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Skólaviðmið Norðlingaskóla

 

Reglur Reykjavíkurborgar um viðmið um skólasókn

Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Öll börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld og bera foreldrar/forsjáraðilar ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.

Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir. 

Skólasóknarreglur Reykjavíkurborgar

Viðmið um skólasókn og ástundun nemenda í Norðlingaskóla 

Mentor

Mentor er upplýsingakerfi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Forsjáraðilar og nemendur fá aðgangsorð að Mentor. 

Á fjölskyldusíðunni sjá forsjáraðilar stundatöflur barna sinna, heimavinnu, námsmat, skólasókn og fleira.

Frístundarheimilið Klapparholt

Klapparholt er frístundaheimili Norðlingaskóla og er staðsett inni í skólanum. Þar er boðið upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 - 9 ára nemenda lýkur. 

Frístundarheimilið Klapparholt

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Norðlingaskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.

 

Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. 

 

Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Norðlingaskóla.