Hagnýtar upplýsingar
Opnunartími skólans
- Skólinn opnar kl. 07:45
- Kennsla hefst hjá 1. - 7. bekk kl. 08:30 og kl. 09:10 hjá unglingastigi
Skrifstofa
Skrifstofan er opin frá klukkan kl. 07:45 til kl. 15:30 alla daga nema föstudaga þá kl. 14:30.
Símanúmer skólans er 411 7640 og netfangið er nordlingaskoli@reykjavik.is
Nesti
Norðlingaskóli er heilsueflandi skóli og mælst er til þess að nemendur komi með hollt og gott nesti í skólann.
Íþróttir og sund
Nemendur klæðast hefðbundnum sundfatnaði í sundtímum, sundbuxum eða sundbolum. Í íþróttatímum klæðast nemendur hefðbundnum íþróttafatnaði.
Sundkennsla fer fram í Breiðholtslaug og fara nemendur á milli skóla með rútu.
Tilkynning um leyfi og veikindi
Mikilvægt er að foreldrar skrái veikindi nemenda í Mentor, hringja/senda tölvupóst á skólann eða hafa samband við umsjónarkennara eftir veikindi (1 - 2 dagar) og vegna inniveru. Ekki senda barn með miða í skólann. Leyfi sem er 3 dagar eða lengur þarf að sækja sérstaklega um á eyðublaði.