Hagnýtar upplýsingar

Opnunartími skólans

  • Skólinn opnar kl. 07:45 
  • Kennsla hefst hjá 1. - 7. bekk kl. 08:30 og kl. 09:10 hjá unglingastigi 

Skrifstofa

Skrifstofan er opin frá klukkan kl. 07:45 til kl. 15:30 alla daga nema föstudaga þá kl. 14:30. 

Símanúmer skólans er 411 7640  og netfangið er nordlingaskoli@reykjavik.is  

Nesti

Norðlingaskóli er heilsueflandi skóli og mælst er til þess að nemendur komi með hollt og gott nesti í skólann. 

Íþróttir og sund

Nemendur klæðast hefðbundnum sundfatnaði í sundtímum, sundbuxum eða sundbolum.  Í íþróttatímum klæðast nemendur hefðbundnum íþróttafatnaði.

Sundkennsla fer fram í Breiðholtslaug og fara nemendur á milli skóla með rútu.

Tímabundin undanþága frá skólasókn