Starfsdagar framundan

Miðvikudagurinn 30. apríl er skertur dagur, matsdagur og þá fara nemendur heim eftir hádegismat nema þeir sem skráðir eru í frístundaheimlið Klapparholt.
Tveir undirbúningsdagar liggja saman; föstudagurinn 2. maí og mánudaginn 5. maí.
Þessa daga er námsferð starfsmanna til Barcelona og þá er ekki skóli hjá nemendum.
Klapparholt er hins vegar með lengda viðveru 2. og 5. maí og þá er opið fyrir þá sem þar eru skráðir. Nánari upplýsingar koma frá forstöðumönnum.
Nemendur mæta í skólann samkvæmt stundatöflu, 6. maí.