Stóra upplestrarkeppnin

Upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar innan hverfisins (Árbær, Grafarholt og Úlfarsársdalur) lauk í síðustu viku. Tveir nemendur okkar, Eva Arnarsdóttir og Sonja Björt Birkisdóttir kepptu fyrir hönd skólans á lokahátíðinni og stóðu sig með mikilli prýði. Varamaður var Rakel Björnsdóttir.

Eva Arnarsdóttir hlaut 1. sætið og er skólinn að vonum mjög montinn með árangur hennar og að hann skuli hafa komist á pall. Kærar þakkir til kennarahópsins og þá sérstaklega Aldísar Þorvaldsdóttur fyrir að halda vel utan um allan undirbúning og framkvæmd á þessu stóra verkefni með 7. bekkinn.