Jólakveðja frá Norðlingaskóla
Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Norðlingaskóla
Jólaleyfi í Norðlingaskóla hefst 19. desember.
Skrifstofan er lokuð frá og með 19. desember og opnar 5. janúar.
Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þökkum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári.
Samkvæmt skóladagatali hefst skóli á nýju ári mánudaginn 5. janúar samkvæmt stundaskrá nemenda.
Hlökkum til samstarfsins á nýju ári.
Okkur bestu jóla-og nýjárskveðjur,
stjórnendur og starfsfólk Norðlingaskóla